Bikarúrslit KKÍ um helgina – Haukar með 5 lið í úrslitum

bikarmeistararBikarhelgi KKÍ fer fram nk. helgi, 20-22 febrúar.  Körfuknattleiksdeild Hauka hefur náð einstökum árangri í keppninni í ár og eiga 5 lið sem spila til úrslita núna um helgina.

Það má því búast við því að Hauka áhorfendur þurfi að taka með sér nesti og svefnpoka í höllina því fyrsti leikur byrjar á föstudagskvöldi með leik hjá stúlknaflokki og enda á sunnudags hádegi með leik hjá 9. flokki drengja.

Dagskráin er eftirfarandi og hvetjum við Haukafólk til að fara í Laugardalinn um helgina og hvetja okkar krakka áfram á þessari glæsilegu hátíð.

FÖSTUDAGUR · 20. FEBRÚAR
18.30 10. flokkur kvenna KEFLAVÍK – ÁRMANN/HRUNAMENN
20.30 Stúlknaflokkur HAUKAR – KEFLAVÍK

LAUGARDAGUR · 21. FEBRÚAR
09.30 10. flokkur karla HAUKAR – KR
13.30 Mfl. kvenna KEFLAVÍK – GRINDAVÍK
16.00 Mfl. karla STJARNAN – KR
19.00 Drengjaflokkur HAUKAR – TINDASTÓLL

SUNNUDAGUR · 22. FEBRÚAR
10.00 9. flokkur karla HAUKAR – STJARNAN
12.00 9. flokkur kvenna GRINDAVÍK – KEFLAVÍK
14.00 11. flokkur karla KR – GRINDAVÍK/ÞÓR Þ.
16.00 Unglingafl. kvenna HAUKAR – KEFLAVÍK
18.00 Unglingafl. karla NJARÐVÍK – FSu