10. flokkur karla í körfu lék til úrslita um bikarmeistarartitilinn snemma á laugardaginn. Strákarnir byrjuðu nokkuð vel og leiddu fram eftir fyrsta leikhluta. Eftir það tóku KRingar völdin og leiddu nánast allan leikinn með um 4-12 stigum.
Haukarnir reyndu hvað þeir gátu en þeir voru ekki að hitta vel fyrir utan og vantaði smá flæði hjá þeim í sóknarleiknum. Á meðan voru KRingar að spila vel og nýttu bæði hæð og styrk mjög vel og lönduðu sanngjörnum 12 stiga sigri.
Strákarnir geta vel við unað og hafa verið að bæta sinn leik mikið síðustu tvö ár. Nú er bara að byggja á þessari reynslu og koma sterkir inn í loka fjölliðamótið og ná að tryggja sig í úrslitin í Íslandsmótinu.
Haukar óska KRingum til hamingju með sanngjarnan sigur.