Drengjaflokkur bikarmeistari KKÍ

drengjafl bikarmeistariDrengjaflokkur varð bikarmeistari um helgina eftir nokkuð öruggan sigur á móti Tindastól í Höllinni á laugardaginn.

Strákarnir í drengjaflokki eru ríkjandi Íslandsmeistarar en töðuðu í úrslitum bikars í fyrr. Ljóst var að strákarnir ætluðu ekki að láta það henda aftur og byrjuðu mjög sterkt og náður snemma 10 stiga forystu sem þeir létu aldrei af hendi og unnu að lokum 16 stiga sigur.

Tindastóll hélt sér inní leiknum með frábærum leik hjá Viðari Ágústssyni (bróður Rakelar Rós sem leikur með mfl. kvenna í Haukum í körfu). Haukum gekk illa að slíta af sér Tindastólsmenn og í hvert skipti sem Haukar náðu yfir 10 stiga forystu þá komu þeir alltaf til baka. Haukarnir rúlluðu vel í sínum mannskap sem skilaði sér í því að í fjórða leikhluta áttu Haukarnir nóga orku eftir á meðan Stólarnir þurftu að treysta of mikið á 3 lykilleikmenn.

Fjórir leikmenn Haukann náðu „double double“ sem er frábært framtak hjá liðinu en þetta voru þeir Kári Jónsson, Hjálmar Stefánsson, Kristján Leifur Sverrisson og Arnór Bjarki Ívarsson.

Hjálmar Stefánsson var valinn lykilmaður leiksins.

Við óskum strákunum til hamingju með titilinn.

Hægt er að lesa nánari fréttir á karfan.is