Haukar – Hamar í Dominos deild kvenna í dag kl. 16:30

audurHaukastúlkur taka á móti Hamri í dag, laugardaginn 21. mars, kl. 16:30 í Schenkerhöllinni.

Stelpurnar hafa verið að spila vel í síðustu leikjum og hafa unnið fyrstu þrjá leikina í fjórðu umferðinni, á móti Íslandsmeisturum Snæfells á útivelli, bikarmeisturum Grindavík og útivelli og svo Keflavík á heimavelli.

Haukar eru í harðri baráttu um sæti í fjögurra liða úrslitum og skiptir hver leikur gríðarlegu máli. Stelpurnar eiga eftir fjóra leiki í deildinni, alla á móti liðum sem eru fyrir neðan í Dominos deildinni.

Stelpurnar hafa samt átt í erfiðleikum með lið sem eru fyrir neðan og hafa ekki átt sína bestu leiki á móti þeim. Hamar vann síðasta leik á móti Haukum og má því búast við hörku leik.