Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Hauka

Halldór Harri

Halldór Harri

Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Haukum, hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Hauka og hætta störfum að yfirstandandi tímabili loknu. Handknattleiksdeild Hauka hafði áður lýst yfir fullu trausti á störf Harra og óskað eftir áframhaldandi samstarfi til loka næsta tímabils.  Harri hefur þjálfað flesta leikmenn liðsins síðastliðin fjögur ár, fyrst í unglingaflokki og síðar í meistaraflokki.  Árangur liðsins hefur verið góður og svo sannarlega verður söknuður að missa þennan góða félaga úr þjálfarateymi Hauka.  Harri og Haukar hafa átt gott samstarf en Harri telur að nú sé góður tímapunktur fyrir sig að takast á við nýjar áskoranir sem og fyrir meistaraflokkinn.  Haukar stefna ótrauðir á að ná hámarksárangri í úrslitakeppninni i vor

og við erum þess fullviss að Harri og leikmenn liðsins munu snúa bökum saman þannig að sameiginlegum markmiðum okkar allra verði náð þegar að  leiðir skilja í vor.

 Handknattleiksdeild Hauka

 Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar

Sími: 894-6146