Leikur 2 hjá stelpunum í 8 liða úrslitum er annað kvöld í Schenkerhöllinni

Karen Helga

Fyrirliðinn Karen Helga var dróg vagninn sóknarlega í Eyjum og var markahæst með 9/2 mörk.

Stelpurnar léku í gær fyrsta leik sinn í 8 liða úrslitunum í Olísdeild kvenna og leikið var í Eyjum. Okkar stelpur náðu ekki sínum besta leik og töpuðu 30-24 (19-15). Annað kvöld, miðvikudagskvöld, er nýr leikur og núna eru okkar konur á heimavelli og ætla sér ekkert annað en sigur. Leikurinn hefst kl. 19:30 og nú mæta allir og styðja stelpurnar til sigurs. Mætum í rauðu.

Áfram Haukar!