Kæra Haukafólk,
Nú er langþráð stund að renna upp.
Verktakar eru að leggja lokahönd á frágang á nýjum og glæsilegum gerfigrasvelli Ásvöllum en við þurfum smá þolinmæði á síðustu metrunum.
Nú er verið að ljúka við að setja undirlag í völlinn. Rétt er að taka fram að það undirlag uppfyllir allar öryggiskröfur.Þegar undirlagið er komið þá á bara eftir að setja upp keppnismörk.
Við höfum ákveðið að opna völlinn tímabundið fyrir æfingar frá og með morgundeginum, miðvikudaginn 18. nóvember. Æfingar hefjast kl. 15:00 samkvæmt æfingatöflu. Það þarf einsog ætlíð að ganga vel um völlinn og þjálfarar verða að ganga frá mörkum þannig að völlurinnsé alltaf auður. Gert er ráð fyrir að völlurinn verði að fullu tilbúinn fyrir aðra helgi.
Það verður tímabundin lokun á vellinum í einn til tvo daga þegar verið er að steypa undirstöður fyrir mörkin. Við viljum biðja þjálfara og iðkendur að virða þá lokun, og ekki fara á völlinn nema þá með sérstöku leyfi frá framkvæmdaaðilum.
Framkvæmdir við völlinn hafa gengið vel en óstöðugt veðurfar á Íslandi tafði verkið aðeins. Við
framkvæmdina hafa sjálfboðaliðar lagt umtalsvert að mörkum og okkur telst til að um 60-70 Haukafélagar hafi lagt þar hönd á plóg í um eitt þúsund vinnustundir í sjálfboðavinnu.
Það má fullyrða að fá félög hafi sambærilegan fjársjóð í félaginu sínu.
Ég vil fyrir hönd knattspyrnudeildar Hauka nota tækifærið og þakka iðkendum og aðstandendum þeirra fyrir þolinmæðina. Það hefur tekið á að bíða eftir æfingarvellinum okkar.
Þetta er okkur áminning um aðstöðuleysi iðkenda í Haukum. Því vil ég þakka núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar fyrir að hefja loksins uppbyggingu á Ásvöllum. Það er þröngt í búi í rekstri sveitarfélagins, en það útskýrir ekki það sinnuleysi sem fyrri meirihluti sýndu Haukum.
með Haukakveðju
Ágúst Sindri Karlsson, formaður knd. Hauka.