Það var sannkallaður toppslagur hjá meistaraflokki karla í handbolta í gær, fimmtudag, þegar Haukastrákarnir heimsóttu Frammara sem voru fyrir leikinn 2 stigum á eftir Haukamönnum en liðin voru í 1. og 3. sæti deildarinnar en fyrir leikinn voru Frammara taplausir í 7 leikjum í röð.
Haukamenn byrjuðu leikinn af krafti og sýndu það að þér ætluðu ekki að hvlía sig neitt fyrir stórleikinn í EHF bikarnum á sunnudaginn og komust þeir fljótt í 5 – 2 og héldu þeir frumkvæðinu framan af hálfleiknum en undir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu Frammarar í 10 – 10 og héldust liðin að fram að hálfleik en staðan þá var 12 – 11 Haukum í vil.
Eitthvað virtust Haukamenn hafa tekið sér lengri pásu í hálfleik því Frammarar mættu miklu grimmari til leiks eftir hlé og voru fljótlega komnir 4 mörkum yfir 17 – 13. Þá virtust Haukamenn vakna til lífsins og voru þeir búnir að jafna í stöðunni 19 – 19 þegar um 8 mínútur voru eftir af leiknum og voru þeir svo sterkari á lokamínútunum einnig og unnu að lokum flottan 24 – 22 sigur og eru þeir þar með komnir einir á toppinn.
Eins og svo oft áður hjá Haukum var það vörn og markvarsla sem skóp sigurinn en Giedrius var með tæplega 50% markvörslu í leiknum og svo í sókninni var það Janus sem dróg vagninn með 13 mörkum en næstur á eftir honum var Adam með 5 mörk.
Það er stutt á milli leikja hjá strákunum þessa stundina því strax á sunnudaginn er næsti leikur þegar franska stórliðið Saint-Raphael Handball kemur í heimsókn í EFH bikarnum.
Umferðin er strákarnir eru komnir í núna er 32-liða úrslit og þau 16 lið sem komast áfram leika síðan í riðlakeppni EHF-bikarsins. Eins og fyrr segir er mótherjinn franska stórliðið Saint-Raphael Handball en liðið er eitt af þeim bestu í hinn sterku deild í Frakklandi og herfur á skipa fjölmörgum landsliðsmönnum. Fyrstan af þessum landsliðsmönnum bera að telja Íslendinginn Arnór Atlason sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðastliðin 10 ár. Einnig í liðinu er landsliðsmaður Dana Alexander Lynggaard, franski landsliðsmaðurinn Adrien Dipanda, túnisbúinn Wissem Hmam auk þess eru í liðinu þrír Rúmenar, tveir Serbar og tveir Tékkar þannig að það má með sanni segja að lið Saint-Raphael sé lið í hæðsta gæðiflokki.
Haukastrákarnir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum en með stuðningi áhorfenda er allt hægt eins og sýnt hefur sig áður hjá Haukum þegar liðið vann stórlið Veszprém hér heima fyrir nokkrum árum sem og í jafnteflinu fræga gegn Barcelona úti. Fyrri leikurinn er heimaleikur okkar Haukamanna og verður hann leikinn í Schenkerhöllinni sunnudaginn 22. nóvember kl. 18:00 og verður seinni leikurinn úti viku seinna. Það er langt síðan að svona sterkt lið kom hingað til lands og er því um að gera fyrir Haukafólk sem og annað handboltaáhugafólk að fjölmenna og sá hágæða handbolta.
Í tilefni heimsóknar Saint-Raphael frá Frönsku Ríveríunni í Frakklandi verður slegið upp kræklingsveislu á Ásvöllum fyrir leikinn á sunnudag. Saint-Raphael er eitt öflugasta handknattleikslið sem komið hefur til landsins undanfarin ár og ætti enginn áhugamaður um hanknattleik að láta leikinn fram hjá sér fara. Herlegheitin hefjast kl 16.30 í veislusalnum á Ásvöllum og hefst leikurinn stundvíslega kl 18.00.
Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. Verð fyrir veisluna er 2000kr og innifalið í því er skál af krækling ásamt brauði og drykk (hvítt, kaldur eða gos). Allur ágóði rennur óskiptur til fjármögnunnar á þátttöku mfl karla í EHF-bikarnum 2015/2016 og er það því um það gera fyrir Haukafólk að mæta og fá sér dýrindis krækling og styðja Hauka í leiðinni. Áfram Haukar!