Dómaranámskeið í knattspyrnu

dómari-flauta-spjöld-grasHaldið verður dómaranámskeið í knattspyrnu þriðjudaginn 15. desember kl. 17:30 og stendur það yfir í rúmar 2 klukkustundir. Námskeiðið er haldið á Ásvöllum og eru konur og karlar hvött til að mæta. Námskeiðið er grunnnámskeið fyrir þá sem aldrei hafa farið á slíkt námskeið áður. Þátttakendur taka svo stutt próf nokkrum dögum seinna til að öðlast sín fyrstu dómararéttindi. Þau sem mæta á námskeiðið eru ekki skuldbundin til að dæma fyrir félagið.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á knattspyrnu og dómgæslu, til að koma og sitja námskeiðið en það gefur réttindi til að dæma leiki í 4. flokki og neðar og vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Námskeiðið er ókeypis.

Nánari upplýsingar á tölvupóstfanginu : bryndís hjá haukar.is

Knattspyrnudeildar Hauka