Eftir góða frammistöðu í Íslandsmótinu og í EHF-bikanum það sem af er tímabili þá er komið að annari keppni hjá meistaraflokki karla í handboltanum, því á mogun, laugardag, kl. 16:30 í Schenkerhöllinni spilar liðið sinn fyrsta leik í bikarkeppninni þetta tímabilið.
Í seinasta leik í deildinn tapaði liðið í fyrsta sinn í síðustu 10 leikjum en tapið kom gegn nágrönnum okkar í FH 28 – 27 þar sem Haukar fegnu færi á því að jafna á síðsutu sekúndum leiksins en Haukum brást bogalistin og tapaðist því leikurinn. Strákrnir er ólmir í það að bæta uppfyrir það þegar liðið leikur sinn síðasta leik fyrir jól á morgun
Leikurinn á mogun er gegn ÍR og verður þetta í 3. sinn sem liðin mætast í vetur en Haukar hafa unnið báða leiki liðanna til þess í vetur þann fyrri í Schenkerhöllinni 38 – 23 og svo þann seinni í Austurbergi 26 – 20. Síðustu ár hafa liðin mæst nokkrum sinnum í bikarnum sá síðasti var þegar liðin mættust í æsispennandi úrslitaleik árið 2014 en þar höfðu Haukamenn sigur 22 – 21. Svo í 8-liða úrslitum árið 2013 mættust liðin en þá unnu ÍR-ingar 24 – 20 og fóru þeir svo alla leik og unnu bikarinn þetta árið.
Þá má því búast við hörku bikar leik þegar liðin mætast á laugardaginn í Schenkerhöllinni kl. 16:30 og um að gera fyrir Haukafólk og mæta styðja strákanna því þeir eiga það skilið eftir frammistöðu sína á tímabilinu. Þess má geta að Haukar hafa líka tryggt sér þátttöku í deildarbikarnum sem leikinn verður á milli jóla og nýs árs en leikið verður í honum 27. og 28 desember en nánar um það seinna. Áfram Haukar!