Þrettandagleðin verður haldin í kvöld á Ásvöllum

flugeldarEinhver óvissa hefur verið um hvort þrettandagleðin verði haldin vegna veðurs en nú er orðið ljóst að svo mun verða.

Gleðilegt nýja árið!

Jólin verða kvödd með dansi  og söng á glæsilegri Þrettándagleði á Ásvöllum miðvikudaginn 6. janúar. Gleðin hefst stundvíslega kl. 18.

Það er óhætt að segja að Haukar í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ ætli að kveðja jólin með pompi og prakt með söng og dansi á Ásvöllunum. Hin eina sanna Helga Möller kemur til með að stjórna söng og dansi af sviði af stakri snilld auk þess sem síðustu jólasveinarnir, Grýla, Leppalúði, álfar og púka koma til með að skemmta gestum og gangandi.

Kakó og vöfflur verða í boði á staðnum á vægu verði auk þess sem stjörnuljós verða seld í afgreiðslu.

Hátíðinni  lýkur um kl. 19 með glæsilegri flugeldasýningu  Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.

 Sannkölluð fjölskylduskemmtun!