Haukar fá topplið Keflavíkur í heimsókn í kvöld kl. 19:15.
Síðast þegar þessi lið mættust í Keflavík þá þurti framlengingu til að knýja fram sigur en þar unnu Keflvíkingar dramatískan sigur eftir að Haukarnir höfðu hent frá sér sigrinum í framlengingunni.
Haukar hafa ekki verið að sýna neina stjörnuleiki á nýju ári og hafa tapað tveim fyrstu leikjum sínum, einum í deild og einum í bikar. það er því mikilvægt að strákarnir stígi upp núna á sínum heimavelli og sýni hvað í þeim býr. Þetta er fyrst heimaleikur nýs útlendings, Brandon Mobley en átti ágætis leik í sínum fyrsta leik og skoraði 28 stig og var með ágætis nýtingu.
Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta á leikinn og hjálpa strákunum til að komast á sigurbraut og gera harða atlögu að toppsætinu, en Haukar sitja í fjórða sæti í deildinni.
Áfram Haukar.