Fullt var út úr húsi í Schenkerhöllinni alla helgina, er kkd Hauka hélt sitt árlega Actavis mót fyrir iðkendur á aldrinum 6 – 10 ára, en drengir spiluðu á laugardeginum og stúlkur á sunnudeginum.
Um 100 lið voru að keppa og var heildarfjöldi leikmanna yfir 450. Alls voru spilaðir 320 leikir alla helgina.
Mótið heppnaðist vel og stóðu krakkarnir sig einstaklega vel og voru til fyrirmyndar í alla staði. Mörg glæsileg tilþrif voru báða dagana og ljóst að bjart er framundan í íslenskum körfubolta.
Haukar vilja þakka öllum sem komu við á Ásvöllum um helgina, foreldrum sem studdu vel við krakkana og voru til fyrirmyndar í alla staði og ekki síst þeirra krakka sem voru að spila, þau voru stórkostleg.
Hægt er að skoða liðsmyndir á FB síðu mótsins.