Tindastóll kemur í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:15 í kvöld, föstudaginn 29. janúar. Þessi sömu lið háðu harða baráttu í undanúrslitum í fyrra þar sem Tindastóll hafði sigur eftir mikla baráttuleiki.
Haukarnir hafa ekki byrjað nýtt ár vel og hefur janúar verið liðinu erfiður. En nú eru allir kveðnir í því að snúa við taflinu og ætla að leggja allt í sölurnar til að komast aftur á sigurbraut. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en þau sitja jöfn í 6-7 sæti deildarinnar, bæði með 7 sigra og 7 töp. Haukar unnu Tindastól úti fyrir áramót með 8 stigum og geta með sigri klifið töfluna og komist aftur nær liðunum á toppnum.
Strákarnir eru staðráðnir í því að sýna hvað í þeim býr í kvöld og ætla að leggja allt í sölurnar, enda leikurinn gríðarlega mikilvægur.
Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta snemma, fá sér börger og hvetja strákan til sigurs í leiknum.
Áfram Haukar