Strákarnir í handboltanum mæta til leiks að nýju

Haukastrákrnir lyfta deildarbikartiltinum. Mynd: Eva Björk

Haukastrákrnir lyfta deildarbikartiltinum. Mynd: Eva Björk

Fyrsti leikur ársins hjá meistaraflokki karla í handbolta er í kvöld, þegar að strákarnir mæta Aftureldingu í 19. umferð Olís-deildarinnar en leikurinn er jafnframt 1. leikurinn í þriðja hluta deildarinnar.

Eins og fyrr segir er mótherjinn að þessu sinni Afturelding en liðin ættu nú að þekkja hvort annað nokkuð vel en liðin mættust í 17. umferð deildarinnar þann 10. desember auk þess sem að liðin mættust í deildarbikarnum milli jóla og nýárs. Haukamenn unnu báða þessa leiki 26 – 19 á heimavelli í deildinni og 24 – 23 í deildarbikarnum þar sem þó nokkra leikmenn vantaði í Haukaliðið. Fyrir þessa tvo leiki voru liðin búin að mætast einu sinni áður á tímabilinu en þá vann Afturelding 24 – 23 þar sem sigurmarkið kom á síðustu andartökum leiksins. Þess má einnig geta að liðin mæstas svo í annað sinn á fjórum dögum næstkomandi sunnudag þegar liðin leika í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins.

Fyrir leikinn sitja Haukar á toppi deildarinnar með 30 stig úr 18 leikjum á meðan Afturelding er í 4. sætinu með 19 stig úr 18 leikjum. En Aftureldingar liðið hefur bætt við sig tveimur leikmönnum nú í pásunni en liðið fékk Kristinn Hrannar Bjarkason til baka eftir stutta veru í Danmörku einnig bættu þeir við sig erlendum leikmanni í Eistanum Mikk Pinnonen. Það má því með sanni segja að Afturledingar menn mæti tvíelfdir og tilbúnir til leiks en það gera Haukamenn líka eftir flottan sigur í deildarbikarnum milli jóla og nýars þar sem nokkrir af “gömlu” leikmönnunum fengu hvíld en ungu strákarnir skiluðu sínu og færðu Haukafólki titil í jólagjöf.

Það má því búast við hörkuleik þegar Mosfellingar mæta í Schenkerhöllina í kvöld, fimmtudag, kl. 19:30 og um það gera fyrir allt Haukafólk að mæta og styðja strákanna til sigur. Áfram Haukar!