Það er skammt stórra höggva á milli hjá meistaraflokki karla í handbolta en í kvöld leikur liðið við Víking í Víkinni kl. 19.30. Þetta er þriðji leikur liðsins eftir janúar hléið en í fyrstu tveimur leikjunum var mótherjinn Afturelding og unnust þeir báðir einn í deildinni og einn í bikarnum.
Leikurinn í kvöld er leikur í 20. umferð Olís-deildarinnar en fyrir leikinn eru Haukamenn á toppi deildarinnar með 32 stig á meðan Víkingar eru á botni deildarinnar með 6 stig. Liðin hafa mæst 2 sinnum áður á þessu tímabili en liðin mættust í fyrsta leik tímabilsins í Víkinni og unnu Haukamenn 28 – 19 og svo í Schenkerhöllinni þá unnu Haukastrákarnir aftur 31 – 19.
Þó svo að staða liðanna sé öðruvísi þá er um að gera fyrir Haukafólk að mæta og styðja Haukastráka til sigur því að Víkingar mæta dýrvitlausir því að þeir þurfa öll stig þessa dagana ætli þeir sér ekki að falla. Það er búist við hörkuleik þegar liðin mætast í kvöld kl. 19:30 í Víkinni. Áfram Haukar