Flottir sigrar í gær – Bikarleikir í næstu viku

Haukamenn fagna sigri. Mynd: Eva Björk

Haukamenn fagna sigri. Mynd: Eva Björk

Það var líf og fjör í Schenkerhöllinni í gær þegar meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta buðu upp á tvíhöfða að bestu gerð, þegar að kvenna liðið bauð upp á Hafanarfjarðarslag og karlarnir léku gegn ÍBV.

Það voru Haukastelpurnar sem stigu fyrstar á stokk en leikurinn gen FH var jafn allan tíman og ekki að sjá að annað liðið væri í 2. sæti á meðan hitt liðið væri í því 13. Þó að leikurinn væri jafn nánast allan leikinn þá voru Haukastúlkur þó alltaf skrefinu á undan og voru þær yfir í hálfleik 14 – 11.

Í seinni hálfleik létu FH-stúlkur ekkert skilja sig eftir og héldu í við Haukastúlkar allan hálfleikinn og þegar 5 mínútur voru eftir skoruðu þær 4 mörk í röð og jöfnuðuu í 23 – 23 þegar rúmar 30 sekúndur lifðu leiks en það var síðan Ramune sem var hetja Haukastúlkna þegar hún skoraði sigurmarkið þegar að 10 sekúndur voru eftir að leiknum. Karen Helga fyrirliði bar af í leiknum ásamt Ramune en hún var markahæst með 9 mörk og gerði Ramune 7 mörk.

Næst var komið að strákunum en í leiknum gegn ÍBV byrjuðu Haukar að miklum krafti og komust í 6 – 0 en þá komust Eyjamenn betur inn í leikinn en Haukamenn létu þó frumkvæði ekki af hendi og voru þeir yfir í hálfleik 16 – 13. Sama barátta var upp á teningnum í seinni hálfleik og gerðu Eyjamenn sig líklega til að minnka muninn enn frekar.

Haukamenn urðu svo fyrir áfalli þegar Janus Daði fékk að lýta rautt spjald fyrir að kasta boltanum í andlit markvarðar ÍBV í vítakasti. Við þetta þjöppuðu Haukastrákarnir sig saman og bættu bara í og leyfðu þeir Eyjamönnum aldrei að ógna sigri sínum að ráði og unnu að loknum öruggan sigur 29 – 24. Haukamenn voru leyddir áfram af Elíasi Má í leiknum og skoraði hann 11 mörk en næstur á eftir honum kom Adam Haukur með 6 mörk.

Sigur í báðum leikjunum og nú geta bæði lið farið að einbeita sér að bikarleikjunum í næstu viku. Það eru stelpurnar sem ríða á vaðið þegar þær mæta Gróttu í undanúrslitum á fimmtudaginn kl. 19.30 og svo daginn eftir mæta Haukastrákarnir Val kl. 17:15.

Báðir leikir fara fram í Laugardalshöllinni og er miðasala hafinn og fer hún fram í gegnum netið. Hér má nálagast miða á karlaleikinn, http://bit.ly/CCB-Karla-Haukar og svo hér á kvenna leikinn, http://bit.ly/CCB-Kvenna-Haukar. Það er vert að minna Haukafólk á að með því að kaupa miða á leikinn í gegnum þessar slóðir þá er verið að kaupa miða af Haukunum en ekki þegar miðar eru keyptir við hurðina á leikdegi.

Það verður ví mikið um dýrðir í næstu viku og því um að gera fyrir Haukafólk að taka dagana frá og fjölmenna á leikinn til þess að styðja Haukaliðin til sigurs í bikarnum. Áfram Haukar!