Grótta – Haukar í kvöld – Bikarsaga Haukastúlkna skoðuð

Ramune var markahæst síðast þegar Haukastúlkur urðu bikarmeistarar.

Ramune var markahæst síðast þegar Haukastúlkur urðu bikarmeistarar.

Í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19:30 leika Haukastelpur í undaúrslitum Coca-cola bikarsins. Þriðja árið í röð eru Haukastúlkur komnar í undanúrslit efitr að leikið eftir nýju fyrirkomulagi þar sem undanúrslitin eru einnig leikin í Laugardalshöll. Bæði fyrri skiptin var mótherjinn í undanúrslitum Valur og í bæði skiiptin höfðu Valsstúlkur betur. Áður var það þannig að aðeins úrslitaleikurinn var leikinn í höllinni og hafa Haukastelpur komist í bikarúrslit 6 sinnum og í fjögur skipti hafa þær unnið bikarinn.

Fyrsta skiptið sem Haukastelpur komust í bikarúrslit var árið 1997 en þá var mótherjinn sá sami og er í kvöld Valur. Haukastúlkur unnu þann leik 16 – 13 eftir að hafa verið yfir 9 – 6 í hálfleik en leikurinn var spennandi allan tímann en Haukastúlkur voru á endanum sterkari og skoruðu síðustu 3 mörk leiksins. Markahæstar Haukastelpna í leiknum voru þær Judit Esztergal og Hulda Bjarnadóttir með 4 mörk. Þessi sigur markaði tímamót hjá kvennaliði Hauka en þetta var fyrsti bikarmeistaratitill Haukakvenna og náðist hann í fyrstu tilraun.

Næst komust Haukastúlkur í úrslit tveimur árum síðar og mótherjinn það skiptið var Fram og buðu Haukastelpur upp á annan spennuleikinn. En ekki fór það eins og í fyrra skipti því í þetta skipti þurftu Haukastelpur að lúta í lægra haldi fyrir Fram 17 – 16. Í þeim leik var það markmaður Fram sem gerði útslagið en Haukastelpur voru með skelfilega skotnýtingu í leiknum.

Bikarúrslitin náðust næst árið 2001 og mótherjinn það árið var ÍBV og enn eina ferðina var þetta sennuþrunginn bikarslagur en leikurinn fór í framlengingu eftir að jafnt hafi verið að loknum venjulegum leiktíma 17 – 17. Aftur var það markvörður mótherjanna sem var eitthvað fyrir Haukastúlkum sem skoruðu aðeins 2 mörk í allri framlengingunni og töpuðu 21 – 19.

Aftur voru Haukastelpur mætta í höllina tveimur árum seinna en árið 2003 mættu þær aftur ÍBV og mættu Haukastúlkur grimmar til leiks og staðráðnar í því að hefna fyrir tapið tveimur árum áður. Leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn og voru Eyjastúlkur yfir í hálfleik 11 – 10 en í seinni hálfleik náðu Haukakonur að komst betur inn í leikinn og unnu að lokum 23 – 22. Gamla kempan Harpa Melsteð var markahæst Haukakvenna í leiknum með 5 mörk og fagnaði þar öðrum bikartitli sínum og Haukakvenna.

Árið eftir mættust liðin á ný í bikarúrslitum og þá náðu Eyjakonur að hefna fyrir tapið árinu á undan með sigri 35 – 32 eftir að hafa verið yfir 17 – 16 í hálfleik, en Eyjakonur sem voru með feiknar öflugt lið á þessum tíma voru yfir nær allan leikinn. Markahæstar Hauka voru Ramune Pekarskyté með 11 mörk og Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skoraði 9 mörk. En Ramune snéri aftur til Hauka fyrir tímabilið og fer hún með lykilhlutverk í liðinu.

Árið 2006 komust Haukastúlkur enn ný í bikarúrslit en eins og svo oft áður var mótherjinn ÍBV. Haukastúlkur komur ákveðnar til leiks og staðráðnar í því að láta ekki ÍBV vinna sig eina ferðina enn og voru yfir 12 – 10 í hálfleik og héldu þær svo forustunni út leik og unnu að lokum 29 – 25, þar sem Hanna Guðrún Stefánsdóttir átti stórleik og skoraði 14 mörk en Hanna leikur með Stjörnunni í dag í hinum undanúrslitaleiknum.

Síðast voru Haukastúlkur í úrslitaleik í höllinni árið 2007 þar sem mótherjinn var Grótta. Haukarstúlkur unnu þann leik 25 – 22 eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn og unnu þar með sinn 4 bikarmeistaratitil. Markahæstar Haukastúlkna í leiknum voru Ramune Pekarskyté og Hanna Guðrún Stefánsdóttir með 7 mörk hvor.

Árið 2014 voru Haukastelpur í fyrsta skipti með eftir að fyrirkomulaginu var breytt og var mótherjinn í undanúrslitum eins og áður hefur verið nefnt sterkt liði Vals. Haukastelpur mættu grimmar til leiks og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en eftir það styrktu Valskonur vörnina sína og áttu Haukar í stökustu vandræðum í sókninni og höfðu Valskonur yfir í hálfleik 13 – 8. Í síðari hálfleik var meira jafnræði með liðnum en þó án þess að Haukastúlkur ógnuðu Val af einhverju viti og urðu lokatölur 25 – 21 fyrir Val. Markahæstar Haukastúlkna í leiknum voru Marija Gedroit með 7 mörk og Karen Helga Díönudóttir með 4.

Í fyrra komust Haukastúlkur aftur í undanúrslit og aftur var mótherjinn reynslumikið Valslið. Valstúlkur byrjuðu þann leik að miklum krafti og komust í 5 – 0 eftir 8 mínútna leik en þá vöknuðu Haukastúlkur skoruðu næstu 5 mörk og staðan 5 – 5 eftir 16 mínútur. Það sem eftir lifði hálfleiksins var munurinn 1 til 2 mörk þar sem Valur var með yfirhöndina en staðan í hálfleik 11 – 9. Valsstúlkur héldu forusstunni í seinni hálfleik og voru þær 2 til 3 mörkum yfir mengnið af hálfleiknum. Haukastúlkur héldu þó alltaf áfram og náðu þær að jafna leikinn 20 – 20 þegar mínúta lifði leiks en þá nýttu Valskonur reynslu sína og skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu fraseðilinn í bikarúrslit með 22 – 20 sigri. Það var Marija Gedroit sem var markahæst Haukastúlkna í leiknum með 7 mörk en besti leikmaður liðsins í leiknum var Sólveg Björk Ásmundsdóttir með 21 varða bolta eða 51% markvörslu.

Sagan er því þannig að kvennalið Hauka hefur komist í bikarúrslit 7 sinnum og unnið bikarinn í 4 af þessum skiptum en síðast vannst titillinn 2007 en það er einmitt einnig síðasta skiptið sem Haukar voru í úrslitum. Í ár eru stelpurnar staðráðnar í að breyta því og gera betur en undanfarin tvö ár þegar Haukastúlkur mæta Gróttu í dag, fimmtudag. kl. 19:30 í Laugardalshöllinni.

Fyrir leikinn verður mikið um að vera í Schenkerhöllinni og hefst fjörið kl. 17.30 þar sem boðið verður upp á andlitsmálun og þess háttar og einnig getur fólk fengið sér léttar veitingar. Svo verður boðið upp á rútuferðir frá Schenkerhöllinni í Laugardalshöll kl. 18:30 og til baka að leik loknum.

Mætum öll í rauðu og styðjum Hauka til sigurs í bikarnum. Áfram Haukar!