Ánægjulegur aðalfundur

Haukar logo 85 áraAðalfundur félagsins var haldinn í gær í Samkomusalnum. Fjölmenni var á fundinum og góður andi ríkjandi. Formaður fór yfir helstu atriði starfseminnar og gerði góða grein fyrir fyrirhugaðri byggingu nýs íþróttasalar og tengingu við væntanlega stúkubyggingu við gervigrasvöll. Gert  er ráð fyrir að salurinn verði tilbúinn til notkunar haustið 2017.

85 ára afmælisár félagsins er gengið í garð og verður þess minnst á margan hátt.  Gerður var góður rómur að máli formanns.

Þrír stjórnarmenn gengu úr stjórninni nú , þeir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Kjartan Freyr Ásmundsson og Gísli Sigurbergsson. Voru þeim þökkuð góð störf. Nýir stjórnarmenn í þeirra stað voru kjörin þau Valgerður Sigurðardóttir, Brynjar Örn Steingrímsson og Guðlaugur Ásbjörnsson.

Stjórn félagsins er nú þannig skipuð:

Samúel Guðmundsson, formaður,  Valgerður Sigurðardóttir varaformaður, Guðborg Halldórsdóttir gjaldkeri. Meðstjórnendur: Þorgeir Haraldsson, Elva Guðmundsdóttir, Ágúst Sindri Karlsson, Jón Björn Skúlason, Brynjar Örn Steingrímsson, Guðlaugur Ásbjörnsson, Kristján Ó. Daviðsson, Anton Magnússon og Bjarni H. Geirsson.

Ársskýrslu félagsins má finna á heimasíðunni