Hattarmenn koma í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld kl. 19:15 og munu etja kappi við heimamenn í síðustu umferð Dominos deildar karla.
Haukar hafa nú þegar tryggt sér heimavallarétt og geta með sigri jafnað annað hvort Stjörnuna eða Keflavík að stigum og náð 3-4 sætinu, en vegna óhagstægri innbyrðis hlutfalls á móti báðum liðum þá er fjórða sætið hlutskipti Haukamanna. Hattarmenn eru þegar fallnir úr efstu deild en vilja örugglega kveðja deildina með sigri og má því búast við ákveðnum austanmönnum í kvöld.
Haukar geta með sigri, unnið sinn 8 leik í röð í deildinni og er það met í deildinni, en ekkert lið hefur náð þvílíku skriði í vetur. Strákarnir munu leggja allt í sölurnar til að fara á góðu sigurróli inní úrslitakeppnina og má því búast við hörkuleik.
Það skemmtilega við þenna leik að VHE er stór styrktaraðili að báðum liðum og að því tilefni mun starfsmönnum VHE verða boðið á leikinn og á meðan á leik stendur mun verða kynning á starfssemi VHE og boðið uppá ýmsa viðburði að því tilefni, en VHE er stór styrktaraðil hjá Haukum og einnig hjá Hetti.
Að venju er boðið uppá grillaða borgara fyrir leik og því hvetjum við stuðningsfólk og alla áhorfendur til að mæta snemma.