Haukum í horni boðið á landsleikinn

Kvennalandslið Íslands og Sviss mætast í undankeppni Evrópumótsins í síðari leik sínum á Ásvöllum á sunnudaginn kemur 13. mars kl. 16.30.   Handknattleiksdeild Hauka kemur að undirbúningi leiksins í samstarfi við HSÍ og í þakklætisskyni fyrir framlag Hauka hefur HSÍ ákveðið að bjóða öllum félögum í Haukum í horni á landsleikinn á sunnudag.

Haukar í horni eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja stelpurnar okkar til sigurs, en mikið er í húfi að ná góðum úrslitum í þessum leik.   Góður stuðningur á pöllunum getur sannarlega ráðið þar miklu.   Munið að taka með ykkur félagsskírteini Hauka í horni og framvísið því í miðasölunni til að fá aðgöngumiða á landsleikinn.   Áfram Ísland.

Kvennal