8 sigrar í röð og Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum

haukur óskarsHaukar unnu Hött í gærkvöldi í síðasta leik sínum í deildarkeppni Dominos deildarinnar og unnu þar með sinn 8 leik í röð. Strákarnir hafa verið á miklu skriði síðustu vikur og hafa spilað einstaklega vel og eru augsýnilega að koma í réttum gír inní úrslitakeppnina. Haukar enduðu í 3-4 sæti í deildinni, jafnir Keflavík en með óhagstæðari innbyrðis viðureign og enda því í fjórða sæti. Liðið vann 15 leiki og tapaði 7 (þar af 4 í janúar) og gera því enn betur en í fyrra er þeir unnu 13 leiki. Liðið er því í framför sem er mjög jákvætt.

Leikurinn í gær var frekar rólegur og sigurinn var öruggur. Haukar spiluðu á öllum 12 leikmönnum, bæði í fyrri og síðari hálfleik. Leikurinn endaði með 21 stigs sigri Hauka og náðu strákarnir mest 26 stiga forystu í fjórða leikhluta.

Eftir umferðina var ljóst að Haukarnir munu spila við Þór Þórlákshöfn og mun viðureignin byrja föstudaginn 18 mars í Schenkerhöllinni kl. 19:15.

Haukar eiga harma að hefna á móti Þórsurum, þar sem þeir slógu Haukan út í bikarnum og ljóst að þetta verða hörku viðureignir, enda liðin að enda í fjórða og fimmta sæti deildarinnar.

Leikir liðanna verða á eftirtöldum dögum:

Viðureign 4 Haukar – Þór Þ.

Leikur 1 föstudagur 18. mars Haukar-Þór Þ. kl. 19.15

Leikur 2 mánudagur 21. mars Þór Þ.-Haukar kl. 19.15

Leikur 3 fimmtudagur 24. mars – skírdagur Haukar-Þór Þ. kl. 19.15

Leikur 4 þriðjudagur 29. mars – ef þarf Þór Þ.-Haukar kl. 19.15

Leikur 5 fimmtudagur 31. mars – ef þarf Haukar-Þór Þ. kl. 19.15