Á föstudaginn, þann 18. mars, hefjast 8 liða úrslitakeppni Domins deildar karla. Haukar náðu að tryggja sér heimavallarétt í fyrstu umferðinni og andstæðingur verður sterkt lið Þórs úr Þorlákshöfn en þeir enduðu í 5 sætgi Dominos deildar á meðan Haukar náðu að tryggja sér 4 sætið.
Ljóst er að þetta verða hörkuleikir og hafa þessi lið háð harðar rimmur síðustu ár, þar sem Haukar hafa unnið útileikina sannfærandi en tapað á heimavelli. Í ár unnu Haukar báða leikina í deildinni örugglega, en Þór sló Hauka út i 8 liða úrslitum bikarkeppninnar og einnig í undanúrslitum fyrirtækjabikarsins.
Hauka liðið hefur verið á góðu skriði í deildinn og unnið siðust 8 leiki og verða að taka það sjálfstraust sem einkennt hefur liðið með í úrslitakeppnina og þurfa að byrja af krafti í fyrsta leiknum og sýnu Þórsurum að þeir ætli sér ekki neitt annað en sigur. Liðsheildin hefur verið góð hjá Haukum og vörnin verið gríðarlega góð. Haukar eiga næstbesta varnarlið deildarinnar, ein þeir fengu næst fæst stig á sig i deildarkeppninni, eða 76,9 stig einungis 0.3 stigum fleira en KR sem fékk fæst stig á sig í deildinni.
Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta í Schenkerhöllina og hvetja strákana áfram.