Haukar eru komnir i undanúrslit í Dominos deild karla eftir sigur í framlengingu í æsilegum leik í Þorlákshöfn í gærkvöldi og unnu einvígið 3-1 eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli.
Haukar mættu til leiks án erlends leiksmanns, þar sem Brandon Mobley var í banni eftir að hafa verið vikið úr húsi í þriðja leiknum. Leikurinn byrjaði á því að bæði lið voru að spila mjög hraðan leik og mikið var um þriggja stiga skot. Þórsarar spiluðu gríðarlega vel í fyrri hálfleik og hittu úr 10 af 20 3ja stiga skotum í fyrri hálfkleik. Haukarnir voru ekki að spila sinn besta varnarleik í fyrri hálfleik en það má þó ekki taka af Þór, þeir spiluðu mjög vel.
Í síðari hálfleik mættu Haukar mjög grimmir til leiks, varnarleikurinn var frábær og voru búnir að jafna leikinn eftir 5 min. og skoruðu 14 – 0 á þessum kafla. Eftir það var nánast jafnt á öllum tölum til loka og þurfti framlengingu til að knýja fram sigur, en Haukar náðu að knýja fram sigur á vítalínunni á síðustu sekúndunum.
Allt Haukaliðið spilaði stórkostlega í þessum leik. Kári og Haukur voru gríðarlega góðir í sókninni og leiddu liðið þar í stigaskorun, Emil, Kiddi Mar og Hjálmar spiluðu stórkostlega vörn og Finnur skilar alltaf sínu. Ekki má heldur gleyma gamla kallinum en Kiddi Jóns sem lagði allt í parketið og fyllti í skarð Brandons og Guðni skilaði góðum mínútum.
Þessi seria á móti Þór hefur verið stórskemmtileg og hafa leikirnir verið jafnir og spennandi. Við þökkum Þór fyrir skemmtilega viðureign og ljóst að framtíðin er björt hjá þeim, með unga uppalda leikmenn og starfið þar til fyrirmyndar.
Nú er búið að stíga fyrsta skrefið af þrem. Haukarnir líta vel út og þetta er bara rétt að byrja.
Áfram Haukar.