Undanúrslitin orðin klár – Fyrsti leikur á sunnudaginn á móti Tindastól

Haukar-fagna2Nú er orðið ljóst að Haukar munu spila við Tindastól í undanúrslitum Dominos deildar karla og byrjar fjörið sunnudaginn 3. apríl kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.

Þessi sömu lið mættust í fyrra í undanúrslitum en þá sigrðuðu Stólarnir 3-1 og þvi eiga Haukarnir harma að hefna. Ljóst er að þetta verða æsilegar viðureignri þar sem bæði lið hafa verið á miklu skriði eftir áramaót. Haukar hafa sigrað 11 af síðustu 12 leikjum og Tindastóll hefur unnið 10 af siðustu 11 viðureignum. Bæði lið unnu 8 liða úrslit 3-1, Haukar á móti Þór Þ. og Tindastóll á móti Keflavík.

Haukarnir hafa verið á góðri siglingu og hefur spilamennskan verið á uppleið með hverjum leiknum. Í 8 liða úrslitum tapaðist fyrsti leikurinn á heimavelli en síðan unnust næstu þrír og spilaðið liðið frábæran varnarleik alla seríuna og sóknin varð betri með hverjum leiknum. Liðið náði aldrei að spila með fullt lið, vantaði lykilmenn í alla leiki, Kára í fyrstu tveim og kannann í næstu tveim. Liðið á því mikið inni.

Strákarnir eru allir ákveðnir í því að hefna fyrir tapið í fyrra og komast í úrslitin.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta í Schenkerhöllina á sunnudaginn og láta vel í sér heyra.

Leikirnir fara fram á eftirtöldum dögum, en það þarf að vinna 3 leiki.

Sunnudaginn 3. apríl kl. 19:15 Haukar – Tindastóll
Miðvikudagaginn 6. apríl kl. 19:15 Tindastóll – Haukar
Laugardaginn 9. apríl kl. 17:00 Haukar – Tindastóll
Þriðjudaginn 12. apríl kl. 19:15 Tindastóll – Haukar (ef þarf)
Föstudaginn 15. april kl. 19:15 Haukar – Tindastóll (ef þarf)

Áfram Haukar