Fimm leikmenn skrifa undir samninga við meistaraflokk kvenna

 Fv. Íris Dögg Gunnarsdóttir, Helga Siemsen Guðmundsdóttir, Natalía Björnsdóttir, Logey Rós Waagfjörð, Kristín Ösp Sigurðardóttir.

Fv. Íris Dögg Gunnarsdóttir, Helga Siemsen Guðmundsdóttir, Natalía Björnsdóttir, Logey Rós Waagfjörð, Kristín Ösp Sigurðardóttir.

Knattspyrnudeild Hauka undirritaði í dag samning við fimm leikmenn meistaraflokks kvenna, þ.á.m. Írisi Dögg Gunnarsdóttur, markvörð, sem er taka fram hanskana að nýju eftir barneign. Íris á að baki farsælan feril og er afar mikill styrkur fyrir félagið en hún á að baki landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Aðrir leikmenn sem skrifuðu undir samning við félagið í dag eru Kristín Ösp Sigurðardóttir sem er uppalin í Haukum og er einnig að koma aftur í boltann eftir barneign.

Þá var skrifað undir samninga við Helgu Siemsen Guðmundsdóttur, Logey Rós Waagfjörð og Natalíu Björnsdóttur sem eru allar ungir og efnilegir leikmenn.

Haukar fagna mjög samningum við fyrrgreinda leikmenn sem félagið bindur miklar vonir við í baráttunni í 1. deild kvenna í sumar.

Áfram Haukar!