Þá er komið að úrslitastundu hjá meistaraflokkunum í handbolta þegar að úrsltiakeppnin hefst í vikunni. Það eru Haukastúlkur sem ríða á vaðið þegar að Fylkisstúlkur mæta í Schenkerhöllina á morgun, miðvikudag, kl. 19:30 í 8-liða úrslitum en það lið sem fyrr vinnur 2 leiki tryggir sér sæti undanúrslitum það má því lítið útaf bregða enda stutt á milli liða í deildinni í vetur.
Þetta eru liðin í fyrsta og áttunda sæti deilarinnar en Haukastúlkur urðu deildarmeistarar með 46 stig úr leikjunum 26 á meðan Fylkir krækti í 26 stig úr leikjunum 26. Þar af leikandi eru það Haukastúlkur sem heimaleikjaréttinn og verða með hann út úrslitakeppnina svo lengi sem þær eru ennþá í henni.
Liðin mættust tvisvar sinnum í vetur, fyrst mættust liðin þann 30. október í Fylkishöllinni en þá höfðu Haukastúlkur betur í hörkuleik 27 – 25. Liðin mættust síðan 6. mars og aftur höfðu Haukastúlkur betur með tveggja marka mun 29 – 27.
Það má því búast við einn öðrum hörkuleiknum þegar liðin mætast í fyrsta leik liðnna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í Schenkerhöllinni á morgun, miðvikudag, kl. 19:30. Haukastelpurnar eiga það því skilið eftir flotta frammistöðu í vetur að allt Haukafólk mæti í rauðu og styðji þær í úrslitakeppninni og hjálpi þeim í því að slá Fylki og komast nær þeim stóra. Áfram Haukar!