Þriðji leikur í úrslitarimmu Hauka – Snæfells fer fram í Schenkerhöllinni sumardaginn fyrsta kl. 19:15. Staðan í einvíginu er 1-1 og hafa báðir leikirnir unnist á heimavelli.
Haukarnir spiluðu án Helenu í síðasta leik og munaði mikið um hana, enda búinn að vera lykilmanneskja fyrir liðið í vetur. Stelpurnar byrjuðu samt af miklum krafti og var fyrsti leikhluti jafn. Í öðrum leikhluta skildi svo á milli en þá skoruðu Haukastúlkur einungis fjögur stig. Eftir það var á brattan að sækja en stelpurnar sýndu karakter og börðurst til loka. Ljóst er þó að það þurfa fleiri leikmenn að stíga upp sóknarlega.
Þriðji leikurinn er gríðarlega mikilvægur og með sigri geta stelpurnar komist í kjörstöðu í einvíginu. Stelpurnar þurfa að mæta grimmar til leiks og spila með sömu gleði og baráttu og verið hefur.
Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta og hvetja stelpurnar áfram en með sigri geta þær stígið stórt skref í átt að titlinum. Manían mætir á svæðið og ljóst er að það mun verða gríðarlega stemning á Ásvöllum.
Áfram Haukar.