Núna rétt í þessu var að ljúka leik stelpnanna okkar í meistaraflokki við Völsung í undanúrslitum C-deildar Lengjubikarsins. Leikurinn fór fram á KA vellinum á Akureyri.
Haukar voru með mikla yfirburði og skoruðu 7 mörk gegn engu marki Völsungsstúlkna.
Staðan í hálfleik var 0-4 fyrir okkar stúlkur.
Heiða Rakel skoraði þrjú mörk (40, 41 0g 88 mín), Hildigunnur skoraði tvö (4 og 20 mín). Margrét Björg (49 mín.) og Helga Siemsen (83 mín) skoruðu svo sitt hvort markið.
Haukar munu því mæta annaðhvort Keflavík eða HK/Víking í úrslitum en það ræðst seinna í dag.
Úrslitaleikurinn fer fram 5. maí n.k. og munum koma með staðsetningu og tíma þegar það liggur fyrir.
Það er því óhætt að segja að undirbúningstímabilið fer vel af stað hjá stelpunum og lofar virkilega góðu fyrir sumarið.
Áfram Haukar!