Vel heppnað lokahóf kkd.

20160504_233002_resizedUm 150 manns mættu á glæsilegt lokahóf kkd. Hauka síðastliðið miðvikudagskvöld og var kátt í höllinni.

Lokahófið var allt hið glæsilegasta, þriréttuð máltíð þar sem Gísli Guðlaugsson sá um glæsilegan aðalrétt ásamt aðstoðarfólki. Svali Björgvins var veislustjóri og sló í gegn, eins og búast mátti við og auk þess voru fjöldinn allur af skemmtiatriðum sem heppnuðust einstaklega vel. Leikmenn mfl. voru með myndbönd og vöktu þau lukku eins og endranær.

Hátíðin var svo toppuð með verðlaunaafhendingu og fengu eftirtalin verðlaun:

Efnilegasti leikmaður:
Hjálmar Stefánsson
Sylvía Rún Hálfdanardóttir

Mestu framfarir:
Kristinn Marinósson
Hanna Þráinsdóttir

Besti varnarmaðurinn:
Finnur Atli Magnússon
Pálína Gunnlaugsdóttir

Mikilvægasti leikmaðurinn:
Emil Barja
Helena Sverrisdóttir

Besti leikmaðurinn:
Kári Jónsson

Stuðningsfólk Hauka voru tilnefnd og voru það hjónin Eyjólfur og Guðrún Soffía sem voru ótrúlega dugleg að mæta á leiki hjá bæði karla og kvennaliðinu.

Hér er hægt að sjá video. Video mfl. kk. https://www.facebook.com/emil.barja/videos/10154785543244008/

video mfl. kv. https://www.youtube.com/watch?v=_0Fs9bbydaY&feature=youtu.be

Kkd. Hauka vill þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við að gera þessa hátið eins glæsilega og raunin varð.

2016-05-04 22.36.36 2016-05-04 23.08.102016-05-03 23.11.102016-05-04 23.06.42