Getraunastarfi vetrarins lauk með glæsilegu lokahófi á laugardaginn.
Fjöldi var samankominn til að fagna sigurvegurum Vorleiksins. Keppnin sem var 15 umferðir var tvísýn fram á síðasta leik.
Góu Haukar fengu flest stig í Lehmansdeildinn eða 242,
Haukafeðgar sigruðu í Bárudeildinni með nokkrum yfirburðum og Góu Haukar unnu Úrvalsdeildina með 45 stigum.
Formaður mótanefndar sleit keppninni og afhenti sigurvegurum glæsileg verðlaun. Girnilegt veisluhlaðborð beið gesta að athöfn lokinni.
Heildarúrslit má sjá á heimasíðu.