Fyrsti heimaleikur tímabilsins

haukarumfaMeistaraflokkur karla í handbolta spilar sinn annan leik í Olís-deildinni þetta tímabilið á morgun, fimmtudag, kl. 19:30 þegar að Afturelding kemur í heimsókn í Schenkerhöllina.

Bæði lið töpuðu leikjum sínum í fyrstu umferðinni en Haukmenn töpuðu fyrir sterku liði ÍBV í Eyjum 34 – 28 í leik þar sem ekki mikið var um varnarleik hjá þeim rauðklæddu þrátt fyrir það var Giedrius í markinu með um 20 bolta varða. Á meðan tapaði Afturelding fyrir frísku liði nýliða Selfoss 32 – 25 á heimavelli.

Það má því búast við dýrvitlausum liðum í baráttunni um sigurinn í leiknum og einnig má búast við hörkuleik í ljósi þess að þessi tvö lið hafa spilað til úrslita um Íslandmeistaratitilinn síðustu tvö tímabil en eins og svo kunnugt er hafa Haukamenn unnið báðar þær viðureignir.

Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að mæta og styðja Haukastrákanna til sigurs i þessum hörkuleik á morgun, fimmtudag, kl. 19:30 í Schenkerhöllinni. Áfram Haukar!