Haukar halda á Selfoss

Haukar fagna sigri á síðustu leiktíð. Mynd: Eva Björk

Haukar fagna sigri á síðustu leiktíð. Mynd: Eva Björk

Það er stutt á milli hörkuleikja hjá strákunum í handboltanum en á morgun, mánudag, halda þeir á Selfoss þar sem mótherjinn eru nýliðar Selfoss.

Það er hægt að segja það að Selfyssingar hafa komið inn í Olísdeildina af krafti en í fyrstu tveimur leikjum sínum hafa þeir unnið Aftureldingu 32 – 25 og svo Val síðastliðin föstudag 36 – 23 báða á útivelli og hafa þeir litið vel út jafnt í vörn sem sókn með unglingalandsliðsmanninn Elvar Örn Jónsson fremstan í flokki en hann hefur skorað 16 mörk í leikjunum tveimur. Einnig hefur Grétar Ari Guðjónsson lánsmaður frá Haukum verið flottur í markinu.

Haukastrákarnir hafa ekki byrjað vel í Olísdeildinni þetta tímabilið en Haukar hafa tapað báðum leikjum sínum í deildinni 34 – 28 gegn ÍBV og 31 – 30 gegn Aftureldingu og eins og sést á lokatölum leikjanna þá hefur vörn Haukaliðsins ekki verið með sömu gæði og á síðasta tímabili og munar það mikilu.

Það er því vonandi að Gunnar þjálfari og strákarnir hafi lagað hana um helgina og mæti klárir til leiks þegar flautað verður til leiks kl. 19:30 í íþróttarhúsinu við Vallarskóla á Selfossi á morgun, mánudag. Það er því um að gera fyrir Haukafólk að gera sér ferð austur fyrir fjall og styðja strákanna í baáttuni um að komast á sigurbraut á ný. Áfram Haukar!