Meistaraflokkur karla í körfu verður um helgina í Danmörku, nánar tiltekið í Aarhus að spila á móti þar sem tvö sterkestu lið Danmerkur munu etja kappi við Haukamenn. Í dag, miðvikudaginn 22. sept. er fyrsti leikur okkar stráka, en þá munu þeir spila á móti Bakken Bears kl. 15:30 að íslenskum tíma og svo á laugardag er leikið gegn Horsens IC kl. 11:30.
Þessi tvö lið eru gríðarlega sterk og eru tvö langsterkustu lið Danmerkurs. Bæði liðin eru atvinnumannalið og eru þau bæði með fjóra „kana“ auk sterkra evrópskra leikmann, þá aðallega frá austur evrópu. Bæði lið eru mjög hávaxin og hafa gríðarlega breidd og ljóst er að okkar strákar þurfa að spila gríðarlega vel til að eiga möguleika í þessu móti.
Haukaliðið er aðeins breytt frá síðasta ári en Kári Jónsson er farinn til USA, Kristinn Marinósson til ÍR og Kristinn Jónasar og Guðni Valentínusar hafa lagt skóna á hilluna. Í liðið hafa komið Breki Gylfason og Snjólfur Björnsson, báðir úr Breiðablik og hafa þeir verið að standa sig vel í þeim æfingaleikjum sem liðið hefur spilað í haust.
Auk þess mun nýr bandarískur leikmaður stíga sín fyrstu skref í Haukabúningnum en hann heitir Aaron Brown og kemur beint úr hinum sterka körfuboltaskóla St. Joe’s, þar sem hann hefur átt mjög góð ár og búast Haukamenn við miklu af þessum sterka leikmanni.