Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Gunnar Magnússon þjálfari Íslandsmeistara Hauka hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2020. Núverandi samningur Gunnars var til 2018 og höfum við náð samkomulagi um að framlengja hann til 2020.
Gunnar er á sínu öðru tímabili með liðið og hefur samhliða því starfa við Afreksskóla Hauka þar sem hann kemur að þjálfun okkar framtíðar leikmanna. Með fremlengingu á samningnum hafa Haukar stígið skref í áframhaldandi uppbyggingu innan Handknattleiksdeildarinnar.
Þorgeir Haraldsson formaður handknattleiksdeild Hauka var mjög ánægður að hafa framlengt við Gunnar og hann sagði að með þessu skrefi væru Haukarnir að horfa til framtíðar hjá m.fl. karla og til uppbyggingar yngri leikmanna félagsins.
Gunnar Magnússon var einnig ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning við félagið. Gunnar sagði að þetta hefði verið auðveld ákvörðun og honum liði mjög vel í félaginu. Hér er umgjörðin frábært í kringum liðið og stuðningurinn sem við höfum fengið er mjög góður. Það er frábært að vinna með öllu þessu fólki sem starfa hjá Haukum hvort sem það er innan eða utan vallar.