Handboltaliðin í eldlínunni um helgina

tvíhöfðiBáðir meistraflokkarnir í handbolta verða í eldlínunni um helgina en stelpurnar mæta Fylkir á laugardag á meðan strákarnir fara í Mosfellsbæ á sunnudag.

Fyrst að kvennaleiknum en þar þurfa stelpurnar að komast aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki á heimavelli í röð. Fyrir leikinn eru stelpurnar í 3. sæti með 10 stig á meðan Fylkisstelpur eru í neðsta sæti með 2 stig og því tilvalið tækifæri fyrir stelpurnar að komast aftur á sigurbraut en allir leikir í þessari deild eru hörkuleikir ekki má búast við örðu í Schenkerhöllinni á morgun, laugardag, kl. 16:00.

Strákarnir mæta síðan toppliði Aftureldingar á sunnudaginn en Haukarnir hafa verið á skriði síðustu umferðir og virðast vera að ná vopnum sínum en þeir hafa unnið 3 leiki í röð og eru komnir í 5. sætið með 10 stig en Afturelding er eins og áður hefur verið nefnt í efsta sæti með 16. stig en þeir töpuðu í síðustu umferð fyrir Selfoss en fyrir þann leik höfðu þeir unnið 8 leiki í röð. Það má því búast við sannkölluðum stórleik þegar að úrslitaeinvígis lið síðustu tveggja ára mætast í íþróttamiðstöðinni að Varmá á sunnudag kl. 16:00

Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna og styðja Haukaliðin til sigurs um helgina og hjálpa þeim í leiðinni í baráttunni. Áfram Haukar!