Nú í hádeginu voru opnuð tilboð í nýtt íþróttahús að Ásvöllum og voru 5 verktakar sem buðu í verkið. Lægsta tilboðið var frá S.Þ. Verktökum og var það tilboð aðeins lægra en kostnaðar áætlun gerði ráð fyrir og því um hagstætt tilboð að ræða.
Íþrótttahúsið á að vera tilbúið í febrúar 2018 og er því farið að sjá fyrir endann á þessu langþráða húsi, en íþróttahúsið á Ásvöllum er fyrir löngu orðið sprungið og ljóst er að bjartir tímar eru framundan hjá Haukum með nýju íþróttahúsi.
Eftirtalin fyrirtæki buðu í verkið:
Nesnúpur ehf. kr. 560.908.396,-
S.Þ. Verktakar ehf. kr. 516.305.322,-
Ístak hf. kr. 583.708.141,-
Eykt ehf. kr. 665.550.606,-
LNS Saga ehf. kr. 544.588.467,-
Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði uppá 549.247.156,-