Sædís Kjærbech Finnbogadóttir endurnýjaði í dag samning sinn við knattspyrnudeild Hauka en hún er uppalin hjá félaginu. Sædís hefur spilað með meistaraflokki frá árinu 2006 og á að baki yfir 120 leiki.
Sædís kveðst vera spennt að spila í Pepsí deildinni á næsta ári; ,,Ég hlakka mikið til að spila aftur í Pepsí deildinni og við ætlum svo sannarlega að láta til okkar taka með góðum stuðningi úr stúkunni.“
Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Haukum, fagnar endurnýjun samnings við Sædísi enda sé hún mikil Hauka-manneskja og hafi reynst félaginu öflugur leikmaður síðustu ár.