Vienna Behnke, vinstri fótar miðjuleikmaður frá Bandaríkjunum, hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka og mun spila með meistaraflokki kvenna í Pepsí deildinni í sumar.
Vienna, sem er 23 ára, spilaði fyrir Chicago Red Stars Reserve árið 2016 í Women’s Premier Soccer League. Hún spilaði alla leiki liðsins og og átti stóran þátt í að liðið komst í undarúrslit þar sem það féll úr leik gegn núverandi meisturum.
,,Ég er mjög spennt að spila með Haukum í Pepsí deildinni og að öðlast reynslu á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn sem ég spila utan Bandaríkjanna,” segir Vienna.
Þegar Vienna var í háskóla var hún lykil leikmaður hjá University of Wisconsin-Milwaukee og spilaði hún 65 leiki. Liðið hennar vann þrjá deildartitla í röð og komst þrisvar sinnum í úrslit National Collegiate Athletic Association Division 1.
Þess má geta að Vienna er með mastergráðu í sálfræði.
Knattspyrnudeild Hauka bindur miklar vonir við komu Vienna og býður hana velkomna í Hauka-fjölskylduna.