KKÍ tilkynnti nýlega lokahópa fyrir verkefni sumarsins fyrir landslið drengja og stúlkna yngri en 18 ára. Haukar eiga sjö leikmenn í þessum landsliðum og er kkd. félagsins ákaflega stollt af þessum krökkum og óskar þeim innilega til hamingju með glæsilega árangur, en ljóst er að þessi frábæri árangur næst ekki nema með því að leggja sig gríðarlega mikið fram.
Leikmenn frá Haukum sem valdir voru í landslið Íslands eru:
Sigrún Björg Ólafsdóttir
Haukar U16 stúlkna
Stefanía Ósk Ólafsdóttir
Haukar U16 stúlkna
Anna Lóa Óskarsdóttir
Haukar U18 stúlkna
Ragnheiður Björk Einarsdóttir
Haukar U18 stúlkna
Hilmar Pétursson
Haukar U18 drengja
Hilmar Smári Henningsson
Haukar U18 drengja
Ísak Sigurðarson
Haukar U18 drengja
U15 ára liðin fara á Copenhagen Invitational mótið í Danmörku í júní. U16 og U18 liðin fara fyrst á NM í Finnlandi í júní og svo fara bæði þessi lið í Evrópukeppni FIBA í sumar. Við óskum þeim aftur til hamingju og góðs gengis í verkefnum sumarsins.
Auk þess eiga Haukar nokkra leikmenn í U20 ára liðum og A landsliðum, en það verður kynnt síðar.
Áfram Haukar.