Alexandra Jóhannsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til október 2019.
Alexandra, sem er 17 ára gömul, var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna eftir síðasta keppnistímabil þegar liðið tryggði sér sæti í Pepsí deildinni.
Alexandra, sem spilar á miðjunni, spilaði alls 18 leiki í 1. deildinni og í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og skoraði sex mörk.
Frá 2015 hefur Alexandra spilað 22 leiki með U17 landsliði Íslands og skorað sjö mörk.
Knattspyrnudeild Hauka fagnar nýjum samningi við Alexöndru sem er ein efnilegasta knattspyrnukona landsins og er afar mikilvægur leikmaður meistaraflokks kvenna sem spilar í Pepsí deildinni í sumar eins og áður greinir.