Kári Jónsson spilaði sína fystu A landsleiki á Smáþjóðaleikunum í San Marinó í síðustu viku og óskar kkd. deild Hauka honum til hamingju með þennan stóra áfanga.
Kári stóð sig mjög vel úti og var í lykilhlutverki, en KKÍ sendi ungt lið til leiks á mótið. Kári var til að mynda stigahæstur í mikilvægum sigri á Luxemburg sem tryggði brons á leikunum og skoraði 18 stig. Ljóst er að við eigum eftir að sjá mikið af leikjum hjá honum í framtíðinni með A landsliðinu.
Helena Sverrisdóttir spilaði aftur með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum eftir barnsburð. Helena var að spila sína fyrstu alvöru leiki eftir að hafa lítið spilað í um rúmlega 12 mánuði og stóð sig gríðarlega vel. Helena meiddist á æfingu fyrir fyrsta leik og gat ekki tekið þátt í þeim leik sem tapaðist en hún tók þátt í næstu tveim og var þar í lykilhlutverki. skoraði til að mynda 21 stig, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar í mikilvægum sigri á Luxemburg. Ljóst er að Helena á eftir að styrkja Haukaliðið gríðarlega fyrir komandi tímabil.