Mfl. karla í Dominos deildinni fer í keppnis- og æfingaferð til Albír á Spáni á morgun, þriðjudaginn 19. sept., og mun þar undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Dominos deildinni, en fyrsti leikur er þann 5. október á móti Þór Ak. í Schenkerhöllinni.
Ljóst er að deildin mun verða gríðarlega sterk í vetur og skemmtileg og má búast við Haukaliðinu sterku fyrir komandi tímabil. Leikmenn reynslunni ríkari eftir tvö ótrúleg tímabil þar sem var spilað til úrslita árið 2015-2016 og svo barist um fall á síðasta tímabili.
Liðið mun spila í þriggja liða móti þar sem andstæðingar eru gríðarlega sterkt liði úr Leb Silver deildinni, Lucentum Foundation en það lið var í efstu deild fyrir tveim árum. Liðið er skipað 4-5 erlendum leikmönnum auk sterkra Spánskra leikmanna, þar sem meðalhæð liðsins er um 196 cm og verður gaman að sjá hvernig okkar liði gengur á móti svo sterku liði. Einnig er lið sem kemur frá Benidorm og spila í ACB deildinni og heitir CB Benidorm.
Fyrsti leikur verður á fimmtudag á móti Benidorm og síðari leikurinn verður á moti Lucentum. Liðið mun æfa í Pau Gasol center æfingasvæðinu í Albir og ljóst er að þetta er frábært tækifæri fyrir liðið.
Haukarnir hafa verið að undirbúa sig vel fyrir tímabilið og hafa allir verið ákveðnir í því að gera mun betur en á síðasta tímabili, sem olli vonbrigðum. Liðið hefur spilað 5 æfingaleiki á síðustu dögum og hafa þeir allir unnist, á móti Breiðabliki, Skallagrími, Njarðvík, Stjörnunni og Hamri. Liðið mun svo spila sinn síðasta æfingaleik þann 28 sept. á móti Tindastól í Schenkerhöllinni.
Áfram Haukar.