Meistaraflokkur kvenna lék í gær sinn annan leik í Olísdeild kvenna þegar að liðið heimsótti Gróttu en liðunum var spáð á svipuðu reiki og því mátti búast við hörkuleik. Sú varð raunin en mikið jafnræði var með liðunum mest allan leikinn en Haukasteplur voru þó með frumkvæðið en þær komust meðal annars í 9 – 6 um miðjan fyrri hálfleik. Það bil náði Grótta að brúa og var staðan 13 – 12 Haukum í vil í hálfleik.
Í seinni hálfleik skiptust liðin á að skora og var jafnt á öllum tölum fram að 18-18 en þá skoruðu Haukastelpur 2 mörk í röð og staðan því orðin 20 – 18 þegar að 7 mínútur voru eftir. Þessu forskoti náðu Haukastúlkur að halda og unnu að lokum 23 – 20 og fyrsti sigur Hauka á tímabilinu staðreynd.
Það var góður varnarleikur sem skilaði þessum sigri en markaskor Hauka dreyfðist mjög vel í leiknum. Það var Guðrún sem var markahæst með 4 mörk og svo komu Sigrún, Erla, Maria og Vilborg allar með 3 mörk. Í markinu stóð Elín Jóna mestan hluta leiksins og varði hún 9 skot.
Næsti leikur Haukastúlkna er á sunnudaginn þegar að stórlið Stjörnunnar kemur í heimsókn og því vert að minna allt Haukafólk að fjölmenna í Schenkerhöllina kl. 18:00 á sunnudaginn. Áfram Haukar!