Eftir góðan sigur á Aftureldingu á mánudaginn er komið að næsta leik hjá strákunum í meistaraflokki karla í handbolta þegar að Selfoss kemur í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:30 á sunnudaginn.
Fyrir leikinn eru Haukamenn í 3. sæti deildarinnnar með 10 stig á meðan Selfoss er í 5. sæti með 8 stig. Eins og fyrr segir unnu Haukamenn öruggan sigur á Aftureldingu í síðustu umferð á meðan Selfoss vann flottan sigur á ÍR.
Það má búast við hörkuleik þegar að liðin mætast í Schenkerhöllinni kl. 19:30 á sunnudag enda eru liðin í mikilli báráttu í efri hluta deildarinnar. Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna í Schenkerhöllina á sunnudaginn og áfram Haukar!