Haukar – Höttur í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni

Mfl. karla í Dominos deildinni mun mæta nýliðum Hattar í kvöld, fimmtudaginn 9. nóvember, kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.

Haukaliðið hefur tapað síðustu tveim leikjum í jöfnum og spennandi leikjum og hefur verið stígandi í leik liðsins og er liðið smátt og smátt að mótast með tilkomu nýrra leikmanna. Varnarleikur liðsins er allur að koma til og sóknarleikur liðsins að verða betur smurður. Fyrri hálfleikur á móti sterku liði Tindastóls á Króknum sýndi að liðið er á réttri leið og nú er bara að ná heilum góðum leik, bæði sóknar- og varnarlega.

Lið Hattar er nýbúið að skipta um erlendan leikmann og virtist hann koma með góða straum í liðið því Höttur vann síðasta leik sinn á móti Þór Ak. á útivelli í bikarnum og sýndi að það þarf að taka liðið alvarlega. Eftir nokkur slæm töp í deildinni er ljóst að þessi sigur í bikarnum mun gefa þeim sjálfstraust og því er mikilvægt fyrir lið Hauka að byrja sterkt og vera ákveðnir allan leikinn.

Eins og áður segir, byrjar leikurinn kl. 19:15 og hvetum við allt Haukafólk og áhugafólk um skemmtilegan körfubolta að mæta i Schenkerhöllina og hvetja strákana til sigurs.

 

Share & Bookmark

×
Facebook
Pinterest
Digg
Email
GooglePlus
LinkedIn
PDF
Reddit
Tumblr
Twitter
Vkontakte
Whatsapp
MySpace
Print
Facebook
GooglePlus
LinkedIn
Twitter
Pinterest
Email
Digg
Reddit
Vkontakte
Tumblr
Print
More...
Facebook
GooglePlus
LinkedIn
Twitter
Pinterest
Email
Digg
Reddit
Vkontakte
Tumblr
Print
More...