Það verður sannkallaður stórleikur í Schenkerhöllinni á morgun, fimmtudag, kl. 19:30 þegar að meistarflokkur karla fær Val í heimsókn í 8. liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Í húfi er sæti í Final 4 þar sem allir vilja vera því má búast við hörkuleik þar sem að ekkert verður gefið eftir.
Liðin hafa mæst einu sinni áður á tímabilinu en það var 27. nóvember þegar að liðin mættust í Valshöllinni á Hlíðarenda en Haukar mættu af miklum krafti í þann leik en þegar að liðin gengu til hálfleiks voru Valsmenn búnir að jafna 13 – 13. Haukamenn voru svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og unnu að lokum 30 – 26. Hákon Daði var markahæstur í þeim leik eins og svo mörgum öðrum með 8 mörk en á eftir honum kom Atli Már með 6. Í deildinni eru bæði þessi lið í toppbaráttunni en þegar að 16 umferðir eru búnar eru Valsmenn í 3. sæti með 23 stig á meðan eru Haukar í 5. sæti með 21 stig.
Það má því búast við ekta bikarslag þegar að liðin mætast á morgun, fimmtudag, kl. 19:30 í Schenkerhöllinni en gómsætir borgarar frá Kjötkompaní verða á grillinu og því er um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna og mæta tímarlega í rauðu til þess að styðja strákana áfram í bikarnum. Áfram Haukar!