Það er skammt stórra högga á milli hjá kkd. Hauka, því nú er komið að öðrum stórleik þar sem Íslandsmeistarar Keflavíkur koma í heimsókn í Schenkerhöllina og munu etja kappi við topplið Hauka í Dominos deild kvenna.
Haukar geta endurheimt toppsætið með sigri en einn leikur er búinn í 20 umferðinni þar sem Valur komst á toppinn með sigri á Snæfelli. Leikurinn er því gríðarlega mikilvægur og toppsætið í boði. Lið Hauka hefur verið að spila gríðarlega vel á nýju ári og hafa ekki tapað leik, unnið 5 leiki og hafi verið að spila skemmtilegan bolta þar sem vörn og sókn hefur verið mjög góð.
Þetta er fyrsti leikur eftir landsleikjahlé, en Haukar áttu 4 leikmenn í 12 manna landsliðið sem spilaði tvo leik í undankeppni HM, þær Rósu Björk Pétursdóttur, Helenu Sverrisdóttur, Þóru Kristín Jónsdóttur og Dýrfinnu Arnardóttur.
Við hvetjum Haukafólk til að mæta og styðja við bakið á liðinu.