Deildarmeistarar Hauka í Dominos deild kvenna munu spila við Skallagrím í undanúrslitunum og hefst einvígið mánudaginn 2. apríl, II í páskum, kl. 19:15 í Schenkherhöllinni.
Haukar náðu að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir þrem umferðum og sást það á liðinu í síðustu leikjunum að það hafði ekki mikið að keppa að og vantað smá neista í liðið. Liðið vann þó sinn síðasta leik í deildinni, á móti Skallagrím, og sýndi þar að það væri að verða klárt fyrir úrslitakeppnina.
Ljóst er að viðureign Hauka og Skallagríms verður mikil barátta þar lið Skallagríms er sterkt og hefur verið að spila mjög vel eftir áramót, eða þegar Sigrún Sjöfn koma til baka eftir axlarmeiðsli. Það er ljóst að liðið er borið uppi að mestu leyti af erlendum leikmanni þeirra, Carmen, en hún skorar mikið og tekur mikið af fráköstum, sérstaklega í sókn.
Lið Skallagríms er líkamlega sterkt og eru þær gríðarlega öflugar í kringum teiginn með Carmen, Jóhönnu og Sigrúnu og ljóst að Haukar verða að leggja mikla áherslu á að vinna frákastabaráttuna.
Lið Hauka er vel skipað og hefur verið mjög sterkt í allan vetur. Liðnu hefur þó vantað Dýrfinnu Arnardóttur mikið í síðustu leikjum en hún hefur ekki spilað síðustu 5 leiki eftir að hún fékk höfðuhögg í leik á móti Val á heimavelli. Við óskum henni góðs bata og vonum að hún komi fljótlega á parketið og hjálpi liðinu að landa þeim stóra.
Við hvetjum áhorfendur til að fjölmenna á leikinn hjá stelpunum og hvað er betra en að enda páskafríið með að mæta í Schenkerhöllina og horfa á skemmtilegan körfubolta.
Leikdagar i einvíginu eru eftirfarandi:
Haukar-Skallagrímur
2. apríl Haukar-Skallagrímur kl. 19.15
6. apríl Skallagrímur-Haukar kl. 19.15
10. apríl Haukar-Skallagrímur 19.15
13. apríl Skallagrímur-Haukar 19.15
15. apríl Haukar-Skallagrímur 19.15