Stúlknaflokkur spilaði til úrslita um Íslandsmeistarartitilinn á sunnudaginn og náði ekki alveg að fylgja eftir góðum leik í undanúrslitum og töpuðu fyrir sterku Keflavíkurliði.
Haukaliðið byrjaði gríðarlega vel og komu vel stemmdar til leiks og náðu mest um 10 stiga forystu í 1. leikhluta. Keflavíkurliðið komst hægt og bítandi aftur inní leikinn og voru að hitta vel fyrir 3ja stiga línuna og náðu forystunni í 2 leikhluta og leiddu í hálfleik 32-40.
Í 3 leikluta var eins og Haukaliðið hefði gleymt að mæta til leiks, vantaði allt sjálfstraust, þær hittu illa og höfðu enga trú á verkefninu. Keflavík spilaði vel og náði rúmlega 20 stiga forystu sem þær létu ekki af hendi og unnu öruggan sigur.
Haukar óska Keflvíkingum til hamingu með sanngjarnan sigur og jafnframt Haukastelpum sem hafa staðið sig frábærlega í vetur og ljóst að framtíðin er björt.